Skip to content

Um mig

Í Albaníu. Ljósmynd: Norbert Gessner.

Staðföst og leitandi, löt og virk, hræðslupúki með ævintýraþrá.

Fædd 1949 í hinu frjósama Rheinhessen-héraði í Þýskalandi. 14 ára byrjaði ég að vinna sem lærlingur hjá sparisjóði, settist síðan í öldungadeild menntaskóla og tók stúdentspróf, hóf nám við Kölnarháskóla í leikhúsfræðum (ólokið), vann sem setjari hjá óháðu tímariti í Köln.

1982 fluttist til hins hrjóstruga Íslands. Tíu starfsár hjá sendiráði Þýskalands í Reykjavík.

1992 fluttist úr borginni í sveitina, stjórn ferðaþjónustufyrirtækis. Samhliða því fjölmargar þýðingar úr íslensku yfir á þýsku sem og birting frumsaminna bóka og greina.

2000 – 2015 störf hjá atvinnuþróunarfélagi Húnaþings vestra, síðar hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra með aðsetur á Hvammstanga. Jafnframt birting þýðinga margra bókmenntaverka og greina. Stofnun bókaútgáfu túrí ehf og kennsla við grunnskóla Húnaþings vestra.

2015 – 2016 bréfberi á Hvammstanga.

Frá 2016 þróun sagnaþulaverkefnis Storytelling and stitches, þátttaka í dagskrá um Gretti sterka Ásmundarsonar. Sjá einnig á Facebook Storytelling and stitches.

Ég er félagi í Rithöfundasambandi Íslands.