Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Grettir í tímum Covid heimsótti Íslandsvini í Köln
Ekki er vitað hvort að Grettir Ásmundarson, helsti kappi sins tíma, hefur verið í hættu af veirusmiti – en sagan segir þó frá veikindum hans.
Eftir glímu við Glám í Forsæludal gat Grettir ekki verið einn lengur, hann óttaðist myrkrið eins og margir nútímamenn Covid-veiruna margslúngnu. Stuttu fyrir andlát veiktist hann heiftarlega af eftirköstum meiðsla eftir öxi á eyjunni Drangey í Skagafirði – sem í dag, á tímum Covid, væri hinn besti sóttkvíarstaður, en það er önnur saga.
Í 47. sinn stóð vináttufélag Íslands og Þýskalands í Köln fyrir fræðsludagskrá (Kolloquium) þann 13. nóv. s.l. Eins og sóttvarnarreglur kváðust á um var skylda að skrá sig og bera grímu – ekki beint spennó en þolanlegt. Erindin voru spennandi og fjölbreytt.
Sagnaþulun um sögu Grettis og samtíma hans opnaði síðdegisdagskrána. Aðeins eitt myndteppi rataði frá Laugarbakka til Kölnar vegna tæknilegra mála, en hinum 9 sem og aukaefninu var smellt á tjald og kom þetta vel út.
Eftir á gafst tækifæri til spjalls, og sátu Íslandsvinir saman í góðu yfirlæti, sem er hrein unun á tímum einangrunar vegna Covidveirunnar …