Skip to content

Storytelling

Facebook Storytelling and stitches

Nýlegar sýningar, úrval

  • 2021 Ráðstefna þýskt-íslenskts vinaáttufélags, Köln.
  • 2022 Barnamenningarhátíð Assetej í Reykjavík, í samstarfi Reykjavíkurborgar.
  • 2022 grunnskólar á Norðurlandi vestra, barnamenningarhátíð „Skúnaskrall“
  • 2022 Héraðsbókasafn Árborgar, Selfossi.
  • 2023 Góðsagnaferð með ferjunni Norönu; þýskur ferðahópur.
  • 2023 stefnt er að sumarsýningu myndteppanna í héraðsbókasafni Ölfúss í Þorlákshöfn.

Grettir sterki – harmleikur í textíl

Frá 2016 til 2019 saumaði ég 10 myndteppi í ásaumstækni (ekki refill!!), sem túlka mína sýn á söguna um Gretti. Myndteppin eru notuð sem bakgrunnur þegar sagan er túlkuð. Stök teppi segja sögu Grettis, önnur miðla upplýsingum um sögutímabilið, eins og siglingar eða vopn þess tíma.

Sagan getur verið sögð á íslensku eða þýsku. Dagskráin er um 45 mín. á lengd, hún getur verið breytileg en hún hentar síður ungum börnum.

Hér finnur þú frekari upplýsingar um dagskrána um Gretti sterka.

Ekki er vitað hver skráði söguna um Gretti á 14. öld á skinn. Sagan er í senn fjölskyldusaga, hetjusaga (eða öllu heldur saga af kappa), og draugasaga; hún er marglaga og gæti einnig flokkast sem skáldasaga. Þegar á barnsaldri var Grettir (fæddur árið 996) þekktur fyrir orðheppni og orti margslungin kvæði. Það mætti segja að hann hafi verið atkvæðamikið skáld. Hann var öðrum framar hvað varðar líkamsburði, þrek, hreysti og kjark. Árangur hans og djörfung í baráttu við drauga, afturgöngur, tröll eða andstæðinga sveipar hann hetjuljóma. Síðast en ekki síst er saga Grettis einnig saga ættar hans.

15 ára gamall varð Grettir í fyrsta sinn manni að bana sem leiddi til fyrsta útilegðardóms kappans. Þegar hannn var dæmdur í 20 ára útlegð hafði hann þegar fjölda manns að bana, ef til vill einnig óviljandi. Rétt áður en vistin í útlegðinni var að enda var Grettir drepinn af andstæðingum sínum. Sú staðreynd gerir sagan hans að harmsögu og dregur veikleika þess sterka manns enn betur fram í dagsljósið; vegna áfalls sem hann varð fyrir getur hann ekki verið einn. Þannig tekur hann bróður sinn Illuga, sem fylgði honum að ósk móður þeirra síðustu ár útlegðarinnar, með inn í dauðann. Hinn bróðurinn Atli hefur verið drepinn löngu áður. Ásdís, móðir þeirra, stýrir örlögum fjólskyldunnar, og þegar sagan er öll eru allir sýnir hennar fallnir frá en aðeins dæturnar tvær lífa.

Allir þessir þættir sem og nálægðin við sögustaðinn Bjarg hafa vakið athygli mína á sögu Grettis. Með myndteppunum mínum reyni ég að stikla í stóru og túlka sögulegt umhverfi sögunnar um leið.

Sýningin

Sýningin tekur um 40 mínútur. Hún getur farið fram innanhús sem utan, svo lengi sem þar er nokkurn veginn logn (textilverkin vilja mín blaka í vindi eins og þvóttur á snúru …) Sérhannaður sýningar-“gálgi“ er notaður til að hengja myndefnið upp. Uppsetning sýningarinnar tekur tæpan klukkutíma. Til frekari útskýringar nota ég af og til leikmuni; sjálf kem ég fram í handsaumuðum búningi sögutímabilsins.

Nokkur af teppunum sýna mörg smáatriði, þannig að áhorfendafjöldi ætti helst ekki að fara yfir 20 til 25 manns. Og eins og fram hefur komið á öðrum stað, þá hentar sýningin ekki ungum börnum. Að lokinni dagskrá munr ég gjarnan svara spurningum.

Bókun

Sýninguna/dagskrána er hægt að bóka í gegnum „Hafa samband“-hnappinn á þessari síðu. Verð á mann er 1.500 kr. (2021). Vinsamlegast setjið inn upplýsingar um salinn og sviðið við bókun, t.d. um lýsingu, aðgang að rafmagni, o.fl.

Vinsamlegast takið eftir að aðeins er hægt að flytja dagskrána – eins og lýst er hér fyrir ofan – aðeins á Íslandi. Sem stendur eru gerðar tilraunir til að setja saman Power Point Show með efninu sem gerir mér kannski kleift að sýna víðar án langs undirbúnings.

1949 – örlagaríkt ár

Árið 1949 kom stór hópur þýskra innflytjenda til Íslands, sá stærsti á þessum tímum frá einu landi. Meirihluti var kvenfólk sem leitaði vinnu við landbúnaðarstörf, komandi frá stríðshrjáðu Þýskalandi í von um betra líf. Flestar settust að á Íslandi og er fjöldi afkomenda þeirra nú um 3000 einstaklingar.

Myndteppin um Áfall og von sýna veruleikann í Þýskalandi rétt eftir síðari heimsstyrjöld, leiðina til nýrra heimkynna, aðlögunina á Íslandi, hversdagsleikann og fegurð Íslands.

Verkefnið er í þróun.

Birnir

Eins og fram hefur komið hér að ofan hentar dagskráin um Gretti sterka síður ungum börnum. Það sama mætti segja um 1949-verkefnið. Þess vegna er ég að vinna að sögu um birni, sem gæti hentað yngri áhorfendum.

Birnir gegna ákveðnu hlutverki í Íslendingasögum. Til dæmis er Húnavatnssýsla, þar sem ég bý, nefnd eftir húnum tveim sem menn Ingimundar gamla landnámsmanns handsömuðu á stað sem síðan heitir Húnavatn. Á Hjaltlandi er oft sögð skemmtileg saga um björn sem kom frá Noregi og hvernig hann ílentist þar. Svo mætti lengi telja. Myndteppin um birni munu verða einföld (og alls ekki eins blóðug og hin) og munu þannig eiga frekar erindi til barna.

Verkefnið er í þróun.